Sí­fellt fleiri her­menn falla á ári hverju

Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024.