Stakt Strætófargjald hækkar í 690 krónur

Stök fargjöld hjá Strætó hækka um þrjú prósent á nýju ári og tímabilskort hækka um 3,6 prósent. Verðhækkarnirnar taka gildi 6. janúar. Engar breytingar verða á gjaldskrá á landsbyggðinni. Stakt fargjald fyrir fullorðinn mun því hækka úr 670 í 690 krónur og 30 daga kort fyrir fullorðna hækkar úr 11.200 í 11.600 krónur. 30 daga nemakort og kort fyrir ungmenni og aldraða fer úr 5.600 i 5.800 krónur. Hægt er að sjá verðhækkanirnar í heild sinni hér . Í tilkynningu frá Strætó segir að ákvörðun um gjaldskrárbreytingu hafi verið tekin af stjórn félagsins á fundi þess 10. október og sé í samræmi við gjaldskrárstefnu stjórnar Strætó um að verð hækki í takt við áætlaða hækkun neysluverðsvísitölu. Gjaldskráin var síðast hækkuð 8. janúar á þessu ári.