Vinsælustu lög ársins - 5. sæti

Í þættinum Lög ársins 2025 sem er á dagskrá sjónvarsins í kvöld rekur Sigurður Þorri Gunnarsson hver eru vinsælustu íslensku lögin á Rás 2 í ár. Laufey Lín Jónsdóttir er ein skærasta stjarnan í tónlistinni víða um heim um þessar mundir. Hún sendi frá sér plötuna A Matter of Time á árinu og þar er meðal annars að finna lagið Lover Girl sem er fimmta vinsælasta lag ársins 2025 á Rás 2.