Sjómenn eru mótfallnir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að takmarka heimild til samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Breytingin er sögð leiða til aukinnar skattheimtu á sjómenn og fjölskyldur þeirra. Þetta ályktaði aðalfundur Sjómannafélags Íslands í gær. Stjórnvöld segja breytinguna aðallega hafa áhrif á tekjuhærri heimili.