Gæslan kannaði hafís á Vestfjörðum

Landhelgisgæslan fór í hafískönnunarflug vestur af Vestfjörðum í dag. Næst landi var ísröndin 28 sjómílur norðvestur af Straumnesi og var ísspöng næst landi um 22 sjómílur norðaustur af Horni.