Sjómannafélag Íslands segir fyrirhugað afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks vera ósanngjarna mismunun milli launþegahópa. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar félagsins. Félagið harmar og lýsir yfir andstöðu vegna þessara áforma ríkisstjórnarinnar. „Breyting þessi mun hafa meiri áhrif á sjómenn en aðra hópa launþega og felur þannig í sér ósanngjarna mismunun milli launþegahópa.“ Ekki sé tekið tillit til sérstöðu starfa sjómanna og fjölskylduaðstæðna þeirra. Þeir afli í flestum tilfellum meginhluta heimilistekna. Starfstengd fjarvera þeirra frá heimilinu valdi því þar að auki að makar þeirra hafi minni möguleika á tekjuöflun. „Er skorað á stjórnvöld að koma til móts við sjómenn, sem sinna einum mikilvægustu störfum í landinu við öflun skatttekna fyrir ríkissjóð, þannig að samsköttun þeirra og maka verði áfram heimil.“