Í þættinum Lög ársins 2025 sem var á dagskrá sjónvarsins í kvöld rakti Sigurður Þorri Gunnarsson hver eru vinsælustu íslensku lögin á Rás 2 í ár. í fyrri hluta þáttarins kynnti hann níu lög, frá 10. til 2. sætis, en í seinni hlutanum topplagið með Páli Óskari og Benna Hemm Hemm. Samstarf þeirra hófst í þáttunum Hljómskálanum hér á RÚV sem síðar leiddi af sér plötuna Alveg sem sló alveg í gegn. Á þeirri plötu er lagið Eitt af blómunum sem er langvinsælasta lag ársins á Rás 2 2025.