Lands­björg inn­kallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur hafið innköllun á Rakettupakka 2 og tekið hann úr sölu eftir að ábendingar bárust í kvöld um að sumar raketturnar í þeim pakka væru gallaðar. Dæmi séu um að þær hafi sprungið of snemma.