Úlfarnir náðu í jafntefli á Old Trafford – Arsenal rúllaði yfir Aston Villa

Nítjánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hófst í kvöld með sex leikjum: Burnley 1-3 Newcastle United Chelsea 2-2 Bournemouth Nottingham Forest 0-2 Everton West Ham 2-2 Brighton & Hove Albion Arsenal 4-1 Aston Villa Manchester United 1-1 Wolverhampton Wanderers Fimm mörk í seinni hálfleik Aston Villa gat jafnað Arsenal að stigum á toppi deildarinnar en mistókst það. Markalaust var í hálfleik en Gabriel kom Arsenal yfir á 48. mínútu og Martín Zubimendi tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum seinna. Leandro Trossard skoraði þriðja mark Lundúnarliðsins á 69. mínútu og staðan varð 4-0 á 78. mínútu með marki Gabriel Jesus. Ollie Watkins lagaði stöðu Aston Villa á fjórðu mínútu uppbótartímans en 4-1 sigur Arsenal staðreynd sem er nú með 45 stig og fimm stiga forystu á Manchster City sem á þó leik til góða. Einungis þriðja stig Úlfanna Wolves hefur gengið hörmulega á tímabilinu og var aðeins með tvö stig þegar það sótti Manchester United heim, 16 stigum frá öruggu sæti. Joshua Zirkzee kom heimamönnum yfir á 27. mínútu en Ladislav Krejci jafnaði á loka mínútu fyrri hálfleiks og þar við sat, 1-1 urðu lokatölur. United er í sjötta sæti með 30 stig líkt og Chelsea sem gerði 2-2 jafntefli við Bournemouth Staðan í deildinni . Ekki er leikið í deildinni á morgun en 19. umferðin klárast á nýársdag með fjórum leikjum: Crystal Palace - Fulham Liverpool - Leeds Brentford - Tottenham Sunderland - Manchester City