Maður er grunaður um stórfellda líkamsárás.RÚV / Ragnar Visage Tveir menn voru kærðir í nótt fyrir slagsmál í félagslegu búsetuúrræði. Þetta kom fram í fjölmiðlatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í póstinum greinir lögregla jafnframt frá því að einn maður í öðru máli hafi verið handtekinn grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Lögreglu bárust ýmsar tilkynningar um ungmenni með flugelda í nótt og gærkvöld. Málin voru afgreidd með aðkomu forráðamanna. Maður sem grunaður var um ölvunar- og fíkniefnaakstur reyndi, án árangurs, að komast undan lögreglu. Hann er grunaður um ýmis brot, meðal annars um að aka á 117 km hraða þar sem hámarkshraði var 50 km.