Heitustu lögin á FM árið 2025

Liðið ár var viðburðaríkt í tónlistarsenunni hérlendis og erlendis og má segja að rappið hafi svolítið tekið yfir í gróskumikilli útgáfu á Íslandi. Útvarpsstöðin FM957 afhjúpar hér hvaða hittarar standa efst á árinu sem er senn að líða og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að taka yfir efstu sætin.