Ís hefur enn ekki myndast á Öskjuvatni og þykir það heldur óvanalegt á þessum tíma árs. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segist ekki muna eftir því að vatnið hafi ekki verið ísilagt eftir miðjan desember.