Hvert af öðru hafa þau fallið frá á þessu ári, börnin sem kerfið brást. Börn sem glímdu við fíkn og geðrænan vanda en fengu aldrei þá aðstoð sem þau þurftu til að eiga möguleika á að fóta sig almennilega í lífinu. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu foreldranna. Baráttu sem kostaði þá jafnvel heilsuna.