Ágætis veður fyrir flugelda víðast hvar í kvöld

Léttir til um landið vestanvert með morgninum og þar á eftir sunnantil. Fyrir norðan og austan byrjar að létta með kvöldinu. Á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum verða gular viðvaranir vegna vinds. Um miðnætti þar ætti þó að vera komið gott veður til að flugeldum. Víða á landinu gæti vindur orðið svo hægur að reykur sitji lengi eftir með tilheyrandi mengun. Á morgun verður norðlæg átt og dálítil él. Yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost verður víðast hvar og fer sums staðar niður í -10 gráður, kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Svipað veðurlag um helgina. Síðasti dagur ársins er runninn upp.RÚV / Hjalti Haraldsson