Lestarferðir um Ermarsundsgöng að komast í samt lag

Lestir ganga nú báðar leiðir um Ermarsundsgöng þannig að lestarferðir milli Bretlands og meginlands Evrópu eru að komast í eðlilegt horf. Fyrsta lestin frá Lundúnum til Parísar fór um hálf sjö-leytið í morgun. Alvarleg rafmagnsbilun varð til þess að lestarferðir stöðvuðust um göngin í gær. Starfsmönnum ganganna tókst að laga bilunina í nótt. Lestarfyrirtækin Eurostar og LeShuttle vara þó farþega við að enn sé hætta á seinkunum eða að ferðum verði aflýst. Frá St. Pancras lestarstöðinni í gær.EPA / Tolga Akmen