Haf­þór Freyr maður ársins að mati les­enda Vísis og hlust­enda Bylgjunnar

Hinn tólf ára gamli Hafþór Freyr Jóhannsson er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar. Hann bjargaði tveggja ára systur sinni frá drukkun þegar hún féll af bryggju um verslunarmannahelgina.