Á einum af mörgum fundum um húsnæðismál sem ég sat á árinu 2025 sagði ráðuneytisstarfsmaður frá því að hann merkti ákveðnar breytingar á háskólanemum sem koma í vísindaferðir í Stjórnarráðið. Áður hefði gleði stúdentanna yfir veitingum að einhverju leyti yfirskyggt áhugann á umfjöllunarefninu, en nú sé öldin önnur. Ungt fólk sé uppfullt af brennandi spurningum um húsnæðismál og reki garnirnar...