Hvað stóð upp úr á árinu?

Vel heppnuð sala á Íslandsbanka, stöðug frægðarsól Laufeyjar, mótun samfélagsins í gegnum myndlist og siðferðilegar spurninga á sviði vísinda er meðal þess sem álitsgjafar fréttastofu frá mismunandi sviðum samfélagsins höfðu að segja um það sem stóð upp úr á árinu sem er að líða. Alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir vel heppnaða sölu á Íslandsbanka standa upp úr í íslensku viðskipta- og atvinnulífi en hetjur ársins að hennar mati eru stofnendur og starfsfólk útflutningsfyrirtækja. „Alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins.“ „Við erum öll í sama liðinu á þessu alþjóðasviði sem heitir Ísland.“ Gervigreind, siðferðilegar spurningar í vísindaheiminum, nýjar raddir, salan á Íslandsbanka og stöðug frægðarsól Laufeyjar er á meðal þess sem stóð upp úr á árinu að mati álitsgjafa frá mismundandi öngum samfélagsins. Laufeyju tekst hið erfiða Þetta er árið sem við urðum meðvituð um heildaráhrif gervigreindar á á skapandi greinar, að mati Bergs Ebba Benediktssonar, uppistandara og rithöfundar. Bergur Ebbi nefnir nokkur atriði úr menningarlífinu sem stóðu upp úr að hans mati. Áframhaldandi sigurför Laufeyjar um heiminn vekur athygli hans og þá helst hvernig henni er að takast að halda sér á toppnum. Laufey hlaut Grammy-verðlaunin í ár og er tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir plötuna Matter of Time. „Henni er að takast það sem er eiginlega það erfiðasta í poppbransanum, að halda sér á toppnum“ Gervigreind, siðferðilegar spurningar í vísindaheiminum, nýjar raddir, salan á Íslandsbanka og stöðug frægðarsól Laufeyjar er á meðal þess sem stóð upp úr á árinu að mati álitsgjafa frá mismundandi öngum samfélagsins. Vísindalegar uppgötvanir vekja upp siðferðilegar spurningar Silja Bára Ómarsdóttir tók formlega við embætti rektors Háskóla Íslands í sumar. Hún nefnir nokkur atriði sem báru hæst að hennar mati í vísindastarfi á árinu: Leiðréttingu á erfðabreytileika hjá ungabörnum sem vekja upp siðferðalegar spurningar. Þá nefndi hún bábiljur um loftslagsmál og bólusetningar sem stjórnvöld víða taka undir. „Þetta skapar vísindastafi erfiða starfsumgjörð mjög víða og eitthvað sem ég tel mikilvægt að við berjumst gegn“ Gervigreind, siðferðilegar spurningar í vísindaheiminum, nýjar raddir, salan á Íslandsbanka og stöðug frægðarsól Laufeyjar er á meðal þess sem stóð upp úr á árinu að mati álitsgjafa frá mismundandi öngum samfélagsins. Mótun samfélagsins í gegnum myndlist Inngilding, aðgengi, nýjar raddir og mótun samfélagsins í gegnum myndlist eru efst í huga Markúsar Þórs Andréssonar, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Hann fór yfir stóru viðburðina í myndlistinni á árinu, þar á meðal sýningu með verkum Steinu á Íslandi og sýningu á textílverkum Guðrúnar Bergsdóttur í Gerðarsafni, auk sýninar í Nýlistasafninu: Í gegnum súrt og sætt. „Inngilding, aðgengi og nýjar raddir“ Gervigreind, siðferðilegar spurningar í vísindaheiminum, nýjar raddir, salan á Íslandsbanka og stöðug frægðarsól Laufeyjar er á meðal þess sem stóð upp úr á árinu að mati álitsgjafa frá mismundandi öngum samfélagsins.