Gamlárshlaup ÍR á sér langa hefð því það hefur verið haldið í um 50 ár. Metþátttaka var í ár því um 2300 hlauparar tóku þátt, flestir í tíu kílómetra hlaupi en einhverjir í þriggja kílómetra skemmtiskokki. Daníel Þór Ágústsson var sigurvegari í karlaflokki á 33:24 mínútum, Jökull Bjarkarson var annar aðeins sekúndu á eftir Daníel og Stefán Pálsson þriðji á 33:30. Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í kvennaflokki en hún kom í mark á 34:05 mínútum. Þar á eftir kom Elísa Kristinsdóttir á 34:56 og Halldóra Huld Ingvarsdóttir var þriðja á tímanum 35:56. Hefð er fyrir því að hlaupa í skrautlegum búningum í hlaupinu.Birkir Jónsson