Að finna fyrir þögninni

„Það er náttúrulykt í náttmyrkrinu.“ Á þessum orðum hefst eitt af mínum uppáhalds jólalögum, „Notalegt“, með þeim Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius. Myndin sem kemur upp í hugann er af snævi þakinni götu í skímu af ljósastaurum og jólaseríum, snjór sem fellur ofurvarlega til jarðar, andrúmsloft sem skapast einungis þegar maður býst síst við því. Inni í þessari mynd er...