Simmi vin­sælasti leyni­gesturinn

Tæplega 27 prósent landsmanna segja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins vera þann flokksformann sem þeir vildu helst fá sem óvæntan gest í nýárspartíið sitt, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það kom Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í opna skjöldu að hún væri í öðru sæti „ekki nema fólk sé að búast við nikkunni.“