Þriðjungslækkun á eldsneytisverði á höfuðborgarsvæðinu

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um áramót vegna niðurfellingar olíugjalds og upptöku kílómetragjalds á bifreiðar. Af tölum verðkönnunarþjónustunnar GSMbensín á bensinverd.is nema verðbreytingarnar í bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu tæplega þriðjungslækkun. Verð á 95 oktana bensíni hjá sumum bensínstöðvum Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu lækkaði úr 279,60 kr. í 183,20 kr. á lítrann en verð á díseleldsneyti úr 292,60 kr. í 212,60 kr. Á öðrum stöðum, þar sem bensínverðið hafði verið 308,50 kr., fór það niður í 212,00 kr. en díselverðið úr 314,20 kr. í 226,90 kr. Hjá Atlantsolíu lækkaði bensínverð á höfuðborgarsvæðinu úr 279,70 kr. í 183.30 kr. og díselverð úr 292.70 kr. í 205.40 kr. Bensínverðið hjá ÓB á höfuðborgarsvæðinu lækkaði úr 279.80 kr. í 183.30 kr og díselverðið úr 292.80 kr. í 212.50 kr. Bensínverðið á flestum stöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu fór úr 279.90 kr. í 185.70 kr. Díselverðið fór úr 293.90 kr. í 212.70 kr.