Einn stunginn með hnífi í miðborginni

Maður var stunginn með hnífi í miðbænum í gærkvöld eða í nótt. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en sá varð fyrir hnífstungunni reyndist ekki í lífhættu. Sjúkralið var kallað á staðinn sem hlúði að hinum slasaða. Málið er til rannsóknar en árásarmaðurinn var vistaður í fangaklefa.