Í dag verður norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, hvassast fyrir austan. Það verður yfirleitt bjart sunnan og vestantil en annars staðar dálítil él. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig en sums staðar verður frostlaust næst ströndinni.