Ég á óvenjuskýra minningu sem barn að sitja í sandkassanum með öðrum börnum af leikskólanum í Svíþjóð þar sem ég ólst upp og horfa yfir hópinn, sjá börn með mismikið sandlitað hor renna úr nösunum, mokandi holur og byggja „kastala“. Og ég man eftir að hafa liðið eins og ég væri að þykjast vera bara „venjulegt barn“ eins og þau....