Skemmtiþátturinn Vikan með Gísla Marteini hóf göngu sína á dagskrá RÚV fyrir áratug. Í þáttunum, sem eru flestum landsmönnum kunnugir, fær hinn geðþekki Gísli Marteinn Baldursson til sín gesti – yfirleitt þrjá til fjóra í hverjum þætti – sem sitja saman í sófa og spjalla við þáttarstjórnandann. Fastir liðir í þættinum eru yfirferð Gísla á fréttum vikunnar, einhvers konar atriði,...