Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag

Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og samskipti félagsins og knattspyrnustjórans Enzo Maresca hafa versnað mikið síðustu misseri. Enskir fjölmiðlar segja að von sé á ákvörðun um framtíð hans fyrir leikinn gegn Manchester City um helgina.