Búist er við kólnandi veðri næstu daga eftir óvenju hlýjan desembermánuð. Búist er við mest 12 stiga frosti á morgun, kaldast inn til landsins en heitast verður í Vestmannaeyjum þar sem búist er við tveggja gráðu hita. Á vef Vegagerðarinnar er varað við hálku á Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði og Fjarðaheiði. Þá eru hálkublettir á vegum víðar um land. Í dag verður vindur á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu og hvassast fyrir austan. Bjart að mestu en söku él verða einnig á austanverðu landinu.