Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í gróðri í Húsavíkurfjalli í gær. Engin slys urðu á fólki en um tíma var hætta á að eldurinn dreifði úr sér. Slökkvilið Norðurþings fékk tilkynningu um gróðureld í Húsavíkurfjalli um tuttugu mínútur í sex í gærkvöld. Eldhaf í hlíðum fjallsins blasti við íbúum. Henning Þór Aðalmundsson, slökkvistjóri, segir sterkan grun um að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. Eyþór Axel Júlíusson tók myndskeið af eldinum í gærkvöld. Töluverður eldur kviknaði í sinu í Húsavíkurfjalli í gærkvöld. Um tíma var hætt við að eldurinn breiddi úr sér. Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Norðurþings telur að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var verið að skjóta upp seinni partinn eftir brennu og það er áætlað að það hafi verið flugeldur sem hafi náð að læsa sig í sinunni.“ Úrkomulítið hefur verið á Húsavík undanfarið og jarðvegur þurr. „Við vorum nú að binda vonir við að veðurfréttirnar myndu standast, að það myndi koma úrkoma um hádegi, sem kom ekki og við bara fengum að finna fyrir því.“ Eldurinn var fljótur að breiða úr sér. „Okkur leist satt besta að segja ekkert á blikuna, svolítill vindur á okkur líka en við náðum að vinna á þessu ótrúlega vel miðað við aðstæður.“ Var einhver hætta á að þetta dreifði eitthvað frekar úr sér? „Já, já, það er sina ofar og eftir öllu og lúpína þarna. Þetta hefði getað farið suður býsna langt.“ Töluverður eldur kviknaði í sinu í Húsavíkurfjalli í gærkvöld. Um tíma var hætt við að eldurinn breiddi úr sér. Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Norðurþings telur að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. Henning segir þetta hafa farið eins vel og hugsast gat. Engin slys urðu á fólki. Slökkt var í síðustu glæðunum upp úr sjö í gærkvöld. „Þegar við vöknuðum svo í morgun var komið hvítt teppi yfir sem léttir svolítið á okkur þannig að við öndun aðeins léttar en við erum náttúrulega alltaf vakandi yfir þessu