Skjálfti af stærðinni 4,2 mældist í norðausturverðri Bárðarbunguöskju rétt fyrir klukkan níu í morgun. Engir eftirskjálftar hafa mælst samkvæmt Veðurstofu Íslands. Í athugasemdum Veðurstofunnar segir að skjálftar sem þessi séu algengir í Bárðarbungu en þetta sé vissulega stærsti skjálftinn á þessu ári. Síðast varð skjálfti yfir fjórum af stærð þann 29. október á síðasta ári, sá mældist 5,4 að stærð. Aðsent / Vilhjálmur Kjartansson