Á Geirsnefi í Reykjavík voru fjölmargir komnir saman að kvöldi gamlársdags. Miðað við myndir sem myndatökumaður RÚV, Stefán Jón Ingvarsson, náði á brennunni var þar hugljúf stemmning. Það var öllu meiri ys og þys í miðbæ Reykjavíkur þegar gamla árið var kvatt og því nýja fagnað. Mjög mikill fjöldi fólks var þar saman kominn og stór hluti þeirra voru ferðamenn sem vildu kynnast flugeldamenningu Íslendinga.