Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, eins og hann hefur verið orðaður við. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla.