Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar mun hann fara á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra, sem hefur ein önnur gefið kost á sér í fyrsta sætið.