Manchester City heimsækir Sunderland í fyrsta leik liðanna á nýju ári en City-menn geta minnkað forskot Arsenal á toppnum í tvö stig. City hefur unnið sex deildarleiki í röð í deildinni en Sunderland hefur aðeins náð að vinna einn af síðustu fimm leikjum sínum.