„Þau vilja vita hvort vinstrið geti stjórnað“

Zohran Mamdani í innsetningarathöfn sinni.AP / Yuki Iwamura Zohran Mamdani er tekinn við embætti borgarstjóra New York-borgar af Eric Adams. Hann sór embættiseiðinn í nótt. Í ræðu við embættistöku sína hét Mamdani að sýna fram á að vinstristjórnmál gætu borið árangur. „Þau vilja vita hvort vinstrið geti stjórnað,“ sagði hann. „Við munum gera eitthvað sem New York-búar gera betur en nokkur annar: við munum setja heiminum fordæmi,“ bætti hann við. Þúsundir manna komu saman fyrir utan ráðhús New York-borgar til að fagna embættistöku Mamdani sem er 34 ára gamall demókrati. Hann er fyrsti músliminn til að gegna embættinu og sór því embættiseiðinn við Kóraninn.