Slökkviliðsmenn að slökkva eldinn í bifreiðinni.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir í níu verkefni í nótt sem meðal annars tengdust flugeldum og brennum sem varð að slökkva í. Þá fékk slökkviliðið eitt útkall vegna elds sem hafði kviknað í bifreið. Samkvæmt færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins voru slökkviliðsmenn fljótir að bregðast við og slökkva eldinn.