Formúlu 1-goðsögnin Michael Schumacher lenti í skíðaslysi um jólin 2013 og síðan hefur ástandi hans verið haldið leyndu fyrir almenningi. Þannig mun það verða þar til hann deyr. Það telur að minnsta kosti vinur hans og Formúlu 1-maðurinn Richard Hopkins.