Veðrið verður frekar rólegt, en kalt næstu daga. Frost getur náð allt að 13 stigum Í dag er spáð norðlægri átt, 5-10 metrum á sekúndu og léttskýjað, en 10-15 með dálitlum éljum á austanverðu landinu. Frost 2 til 10 stig yfir daginn, kaldast inn til landsins. Í kvöld og nótt dregur smám saman úr vindi. Á morgun verður vestan og norðvestan 8-13 metrar á sekúndu með stöku éljum austantil á landinu, en annars hægari breytileg átt og yfirleitt bjart. Áfram kalt í veðri. Á sunnudag gera spár ráð fyrir hægum breytileg áttum, en vestan 5-10 nyrst. Smávægis él á víð og dreif, en yfirleitt þurrt á suðvesturhorninu. Frost 0 til 8 stig að deginum.