„Ég var skíthræddur um hvernig þetta kæmi út,“ sagði grínistinn Sóli Hólm í Morgunútvarpinu á Rás 2, um annað atriðið að tveimur í Áramótaskaupinu þar sem hann lék Ingu Sæland . Sóli vísaði þar í atriðið þar sem Inga og fleira stjórnmálafólk situr við matarborð í þættinum Bannað að hlæja. Sóli lék á als oddi og særði Ingu Sæland fram í atriðinu, sem var að miklu leyti spunnið á staðnum. „Ég rantaði eitthvað,“ sagði Sóli. Hlustaðu á viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir ofan. Skaupinu hefur almennt verið vel tekið og Sóli hefur ekki farið varhluta af því. „Ég held að ég hafi sjaldan fengið jafn mikil viðbrögð við nokkru sem ég hef gert. Það rignir yfir mig lofi.“ sagði Sóli eldhress í morgunsárið. Morgunútvarpið er á dagskrá milli klukkan 7 og 9 alla virka morgna.