Heims­enda­spár sem eiga sér enga stoð í raun­veru­leikanum

Í nýlegum greinum á Vísi fara þau Ögmundur Jónasson og Ingibjörg Isaksen mikinn gegn netverslun með áfengi. Þau mála upp mynd af samfélagi á barmi siðferðilegs hruns þar sem „gróðahyggja“ og „óprúttnir vínsalar“ ógna velferð barna okkar.