Flutti frá Noregi til Egilsstaða á sviknu loforði: Sagt upp í miðju fæðingarorlofi

Austurbrú á Egilsstöðum endurnýjaði ekki samning við lögfræðinginn og verkefnastjóra ferðamála, Lilju Sigríði Jónsdóttur  þrátt fyrir skýr loforð um annað í tölvupóstsamskiptum. Lilja Sigríður fluttist frá Noregi í upphafi árs á loforðinu einu um að Austurbrú myndi framlengja árs langan samning við hana, enda kostnaðarsamt og algjör umbreyting á lífi hennar og fjölskyldu að flytjast búferlum fyrir starfið. Asturbrú dró...