Hvernig fór War­ren Buf­fet að þessu?

Warren Buffett hefur lengi verið þekktur og dáður um allan heim fyrir að gera eitthvað sem er í meginatriðum hversdagslegt. Hann er ekki frábær listamaður, uppfinningamaður né methafi í íþróttum. Þess í stað fann hann snilligáfu sinni farveg í þeirri einföldu list að kaupa tiltekin hlutabréf og forðast önnur.