Karólína Helga gefur kost á sér sem oddviti Viðreisnar

Karólína Helga Símonardóttir varaþingmaður Viðreisnar gefur kost á sér sem oddviti flokksins í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún býður sig fram gegn Jóni Inga Hákonarsyni, núverandi oddviti Viðreisnar. Í tilkynningu um framboð sitt segir Karólína Helga að hún þekki bæinn sem kjörinn fulltrúi, starfsmaður og foreldi. „Ég býð mig fram vegna þess að ég trúi því að Hafnarfjörður eigi meira inni. Með gagnsæi, ábyrgum fjármálum og samstarfi þvert á flokka getum við bætt þjónustu, einfaldað kerfin og tryggt sjálfbæran rekstur til framtíðar,“ segir hún í tilkynningu um framboðið. Prófkjör Viðreisnar fer fram þann 17. janúar. Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar.Aðsend