Fagna framhaldi tollfrelsis og lægra innviðagjaldi

Tollfrelsi skemmtiferðaskipa skiptir gríðarlega miklu máli fyrir millistórar og minni hafnir á Íslandi segir framkvæmdastjóri Cruise Iceland. Í greininni sé ánægja með að hætt hafi verið við að afnema tollfrelsið og að innviðagjald á farþega hafi verið lækkað. Greiddar hafi verið 4.335.687.186 krónur í hafnargjöld á nýliðnu ári.