Umsækjendum um alþjóðlega vernd heldur áfram að fækka

Umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi heldur áfram að fækka á milli ára. Langflestir sem sækja um eru frá Úkraínu. Alls sóttu 1090 Úkraínumenn um hæli hér á landi árið 2025. Frá 2022 hafa 6283 Úkraínumenn sótt hér um vernd en umsóknir bárust frá 55 löndum. Umsækjendum hefur fækkað verulega frá árinu 2022 eða um rúmlega 60%, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra . Árið 2025 voru umsækjendur rúmlega 1700 en árið 2022 tæplega fimm þúsund. Umsóknum frá Venesúela fækkað um 90% Næstflestir umsækjendur í fyrra voru frá Palestínu en umsóknirnar eru talsvert færri en þær frá Úkraínu, alls 178. Frá árinu 2019 hafa 954 Palestínumenn sótt um vernd hér á landi. Í þriðja sæti árið 2025 eru Venesúelamenn enn alls sóttu 151 um vernd hér. Umsóknum fólks frá Venesúela hefur fækkað um rúmlega 90% frá 2023 þegar umsækjendur þaðan voru 1548 talsins. 59% umsækjenda árið 2025 voru karkyns og 41% kvenkyns. Fjöldi kynsegin fólks er ekki birtur þar sem gögn geta verið persónugreinanleg.