Síðustu klukkustundir ársins 2025 og fyrstu klukkustundir ársins 2026 var svifryksmengun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að áberandi hafi verið hversu hátt hlutfall fínasta svifryksins var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. Svifryk fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörk PM10 í þremur af fimm mælistöðvum í Reykjavík.