Nú þegar fyrstu jól Leós 14. páfa eru afstaðin eru einkenni hans og stíll sem páfi farin að koma betur í ljós. Í samanburði við Frans páfa er hann örlítið varfærnari í störfum sínum og er það mat sérfræðinga sem AFP-fréttaveitan ræddi við að hann slái einnig aðeins formlegri tón en forveri sinn í starfi.