Vinna með yfir­völdum í níu löndum að bera kennsl á látna

Svisslendingar vinna nú með yfirvöldum í níu löndum að því að bera kennsl á þá sem fórust í eldsvoðanum að skemmtistaðnum Le Constellation í Crans-Montana á nýársnótt. Upptök eldsins eru rakin til notkunar blysa í kjallara staðarins. Vitað er að fjörutíu manns týndu lífi í eldsvoðanum og 119 manns eru enn á sjúkrahúsi.