Enginn for­maður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðana­bræðra

Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur týnt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra.