„Ef þetta væri svo einfalt væru ekki 70% of þungir“

Þyngdarstjórnunarlyf á borð við Wegovy og Ozempic geta verið gagnleg til að koma fólki af stað í líkamsrækt að sögn Egils Einarssonar, einkaþjálfara og útvarpsmanns. Hann kveðst engar áhyggjur hafa af því að fólk hætti að mæta í ræktina.